Dekur á Hótel Rangá

Við hjónin vorum svo lánsöm að fá gjafabréf á Hótel Rangá í jólagjöf og pössun fyrir börnin fylgdi með! Hversu góð gjöf fyrir þreytta foreldra?

Við vorum mjög spennt að fara á Hótel Rangá, en við höfðum aldrei komið þangað en heyrt mjög vel látið af staðnum.

image

Alveg endurnærandi að fá smá foreldrafrí annað slagið, borða saman í rólegheitum og hafa nægan tíma til að spjalla og slaka á. Ekki spillir fyrir að hafa svona dásamlegt útsýni og heitan pott til að láta þreytuna líða úr sér.

Útsýnið úr herberginu okkar

image

Maturinn var rosalega góður, hef eiginlega ekki nógu sterk orð til að lýsa því hversu góður hann var, þið verðið bara að ímynda ykkur það í gegnum myndirnar

image
Svalandi fordrykkur

Við völdum okkur Fish & Chips í forrétt og hann var fullkominn!

image

Aðalrétturinn var lamb – virkilega gott!

image

Og eftirrétturinn, sjúklega góður! Súkkulaði kaka með marengstoppi, ís og jarðaberjum.

image

Mæli með þessu frábæra hóteli ef þið eruð að leita að rólegum stað með frábærum veitingastað. Við munum alveg pottþétt fara þangað aftur, við vorum alveg í skýjunum með herbergið, matinn og þjónustuna.

Undirskrift Bjargey

 

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s