Eldhús – fyrir og eftir

Þegar við fluttum inn í húsið okkar fyrir 4 árum síðan var kominn tími á að endurnýja mikið innandyra, þar á meðal eldhúsið. Það leit svona út þegar við fengum afhent:

165936_10150978870397874_1773391821_n527271_10150978870142874_1345748399_n

Og það var allt rifið út…..innréttingarnar, tækin, ofninn, gólfið…

Svo var hafist handa við að setja inn nýtt eldhús! Og þetta var útkoman:

IMG_4353

Innréttingin var smíðuð fyrir okkur hjá Þöll trésmiðju í Kópavogi. Borðplatan er gegnheil eik frá Byko. Vaskurinn og blöndunartækin úr IKEA. Eldhústækin frá Ormson.

Við höfðum ekki efri skápa fyrir ofan vaskinn, heldur settum eina vegghillu.

IMG_4373

IMG_4360

IMG_4421

Við erum með allskonar hversdagsmyndir á ísskápnum og ég fæ aldrei leið á að skoða þær. Hægt er að prenta myndir á segla hjá Prentagram.

IMG_4290IMG_4342

Ég elska að hafa útsýni út í garð 🙂

IMG_4387

Borðkrókurinn er frekar lítill og því borðum við yfirleitt alltaf í borðstofunni, en það er þæginlegt að hafa lítið borð og stóla þar samt sem áður og það er mikið notað yfir daginn. Borðið er úr IKEA og stólarnir úr Ilvu. Myndin á veggnum er eftir Gunnarsbörn.
Ég var lengi búin að láta mig dreyma um einn svartan vegg og þessi varð fyrir valinu.

IMG_2572.JPG

Smá munur á einu eldhúsi 🙂

 

Við erum alveg í skýjunum með þessar breytingar, það er alveg á hreinu 🙂

Og úr þessu eldhúsi koma allar uppskriftirnar sem ég deili með ykkur hérna á síðunni!

Bjargey & co.

One Comment Add yours

  1. Jóhanna H. Oddsdóttir says:

    Glæsilegt heimilið þitt. Takk fyrir að deila myndunum.

    Like

Leave a Reply to Jóhanna H. Oddsdóttir Cancel reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s