Fjölskyldufrí

Það er fátt betra en að fá nokkra frídaga í röð og geta slakað á með fjölskyldunni. Að fá frí frá daglegu amstri, skóla, leikskóla, vinnu, skutli, æfingum, heimilisstörfum og heimavinnu er bæði orkugefandi og endurnærandi. Okkur finnst mjög gott að komast út úr bænum í svona slökun og nutum þess að vera saman í páskafríi í fjölskyldubústaðnum í Grímsnesi.

Dóttir mín beið lengi eftir þessu fríi og var tilbúin kl.8:00 á brottfarardegi, klædd, greidd og með nauðsynlegan farangur eins og sést á myndinni! Henni fannst við alveg ótrúlega óskipulögð að vera ekki tilbúin á sama tíma og rak okkur áfram í að pakka niður 🙂

image

Hversu sæt! Með Mjallhvíti sína, sem er fjölskylduhundurinn í augnablikinu…..þangað til draumur okkar mun rætast að fá einn svona alvöru hnoðra til okkar.

image

Við elskum að spila með krökkunum og það fór mikill tími í það. Hér eru feðgarnir á góðri spilastundu.

IMG_2460

Það fór svo ekkert á milli mála að það væru páskar….smá af súkkulaði með í för

image

Morgunverðurinn var heldur ekkert af verri endanum í fríinu….

image

Og ég litaði nokkrar myndir, alveg ótrúlega skemmtilegt áhugamál og góð fjölskyldusamvera. Við mæðgurnar getum alveg dottið í gírinn og litað fyrir allan peninginn, eigum nokkrar litabækur saman.

image

Þessir tveir eru hins vegar meira í því að teikna og lita ofurhetjur og Star Wars hetjur….þeir eru ekki eins mikið fyrir blómin og fiðrildin og við mæðgurnar…skil ekkert í þeim!

image

Að lokum verð ég að setja eina mynd af sólarlaginu, það er bara dásamlegt. Og við fegnum að njóta stjörnubjarts himins og glæsilegrar norðurljósasýningu í kvöldpottinum. Þetta er lífið….bara best.

IMG_2496

Þangað til næst,

ykkar

Bjargey

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s