Stofan okkar

image

Velkomin í heimsókn!

Ég ætla að vera dugleg að deila með ykkur myndum af heimilinu hérna á síðunni. En eins og þeir sem þekkja mig vel vita er ég alltaf að breyta og bæta. Við hjónin keyptum draumahúsið fyrir 4 árum síðan, en okkur dreymdi um að eignast gamalt hús í vesturbæ Kópavogs þar sem við erum bæði uppalin. Okkur langaði í framtíðarheimili þar sem við hefðum gott pláss fyrir börnin okkar þrjú og góðan garð. Okkur langaði líka að taka húsið í gegn og gera það eftir okkar höfði, og það hefur verið virkilega skemmtilegt verkefni og tekur líklega ekki enda í bráð!

image

Ég er mjög hrifin af því að blanda saman gömlu og nýju. Ég vil hafa ljóst yfirbragð, en elska fallegan við og finnst það koma með ákveðna hlýju inn í rýmið að hafa viðarhúsgögn.

image

Við erum með stóran glugga út í garð sem ég elska, það er svo notalegt að sitja í sófanum inni en geta horft út á trén og gróðurinn.

Sófinn er úr Ikea og litlu borðin frá Söstrene Grene

image

Borðstofan og stofan eru í sama rými og hér eru myndir úr borðstofunni.

Liturinn á veggjunum heitir Apótek og er úr Slippfélaginu, en þar sem gluggakarmar eru hvítir og ég hef mikið af hvítum römmum og húsgögnum vildi ég alls ekki hafa hvíta veggi líka. Mér finnst skemmtilegra að nota smá lit til á móti þessu hvíta.

image

Borðið er úr Ego Decor, stólarnir úr Ilvu og mottan úr Ikea.

image

Fallega málverkið á veggnum er eftir pabba minn, Ingólf Garðarson

image

Takk fyrir að kíkja í heimsókn!

Bjargey & co.

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s