Perlan og páskaskreyting

Það var eitt vetrarkvöld að ég sat í sófanum með mínum heittelskaða, hann að horfa á sjónvarpið og ég að skoða eitthvað fallegt á Pinterest að ég sá mynd af væntanlegum vasa frá Kähler, hvítur með hvítum perluröndum. Hjartað tók smá kipp, ég verð nú alveg að viðurkenna það! Ég bara vissi að þeir höfðu hugsað til mín þegar þeir hönnuðu þennan……

om

En það er nú bara þannig að ég elska allt hvítt og þegar búið er að blanda saman hvítu og fallegri hönnun þá er búið að heilla mig. Þegar ég átti afmæli í febrúar fékk ég svo vasann dásamlega í afmælisgjöf frá eiginmanninum….eða réttara sagt mynd af honum! Hann fór að sjálfsögðu í leiðangur að kaupa vasann fallega sem konan hans hafði misst úr hjartaslag fyrir á þessu kalda vetrarkvöldi, en fann hann auðvitað ekki og pantaði hann í forsölu fyrir frúna. Það var því ekki leiðinlegt að fá vasann heim korter í páska og geta notað hann í þessa fallegu páskaborðskreytingu sem ég gerði fyrir Fréttablaðið. En á laugardaginn munu birtast þar uppskriftir eftir mig sem voru myndaðar með þessari skreytingu.

IMG_2378

Þessar dásamlegu rósir fékk hjá Ís-Blóm á Háaleitisbraut, en það er dásamleg blómabúð sem þið ættuð ekki að láta framhjá ykkur fara. Yndislegar stelpurnar sem vinna þar og persónuleg þjónusta.

IMG_2379

Þetta fallega matarstell heitir Jade frá Rosenthal og fæst í Líf og List Smáralind. Mér finnst alltaf gaman að fallega skreyttum matarstellum en ef þau eru hvít og einföld fær maturinn að njóta sín betur og það er svo auðvelt að skreyta sjálfur. Ég sjálf fengi leið á mikið skreyttu matarstelli, en það er svo gaman að geta breytt um stíl á skreytingum með mismunandi servíettum, skrauti og öðru skemmtilegu.

IMG_2377

Í þessari einföldu skreytingu notaði ég tvennskonar servíettur, marglitar með páskaeggjum til að gefa fallegan grunn, setti hvíta servíettu ofaná og lagði svo postulíns páskaegg á og lagði grein úr garðinum við hliðina á. Það er alltaf svo gaman að nota eitthvað úr náttúrunni með í skreytingar, skapar svo mikla stemmingu. Þetta kemur allavega með vorið inn fyrir mig!

IMG_2378

Fylgist með Fréttablaðinu á laugardaginn, þar verð ég með tvær tilvaldar páskauppskriftir!

Bjargey og co.

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s