Rómantískt stelpuherbergi

Þetta herbergi gerði ég fyrir stelpuna mína þegar hún var 7 ára. Ég vildi hafa það rómantískt og smá gamaldags, en ég elska að blanda saman gömlu og nýju. Ég var mjög ánægð með útkomuna og hún líka.

IMG_1287

Liturinn á herberginu er eins og margar uppskriftir sem ég geri, eitthvað sem ég blandaði sjálf. En ég átti sem sagt dós af þessum hérna lit frá Slippfélaginu sem ég hafði notað á skáp sem ég gerði upp en átti mikinn afgang. Ég blandaði honum saman við hvíta innanhúss málningu og fékk þennan ljósa fallega lit.

IMG_0375

Ég man því miður ekki númerið á litnum, en hann er  á litaspjaldi hjá þeim í Slippfélaginu.

Hérna sést hann betur þegar hann er kominn á vegginn.

IMG_1284

IMG_1220

Ég valdi að skreyta með persónulegum munum, hérna er mynd af henni frá því hún var lítil og einn af fyrstu böngsunum hennar. Setti líka fyrstu spariskóna hennar út í glugga, það er fátt krúttlegra er litlir skór.

IMG_1286

Mig langaði að hafa eitthvað skraut á þessum stóra vegg, en ég málaði þetta tré sjálf beint á vegginn. Setti svo fiðrildin á eftirá, en þau eru límmiðar úr Söstrene Grene.IMG_1283

Litla kommóðan er úr Góða hirðinum en ég lakkaði hana hvíta. Bambi er úr Hrím. Ég er mjög hrifin af því að nota svona sætar vegghillur, en þær gera svo mikið fyrir heildarmyndina, ég fékk þessar í Ikea. Það er líka skemmtilegt að hafa bókahillur nálægt rúminu, alltaf hægt að skipta um bækur og velja einhverja skemmtilega fyrir svefninn.

IMG_1282

Takk fyrir að lesa!

Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s