Garðpartý

Sólin kíkti aðeins á okkur í dag, klakinn er farinn af götunum og fuglarnir syngja hástöfum. Já vorið lét sjá sig í dag! Vonandi er það komið til að vera, en miðað við fyrri reynslu eru það líklega draumórar. En það má alltaf láta sig dreyma og því ákvað ég að sýna ykkur garðpartý sem við héldum fyrir elstu stelpuna okkar þegar hún varð 10 ára.

IMG_3539

Við vildum hafa borðið litríkt og því völdum við þessa skrautlegu diska í versluninni Allt í Köku. Við fengum líka boxin þar og veifuna sem er í bakgrunni.

IMG_3544

Túlípanarnir setja sumarlegan svip á borðið og nammið litríkt og flott borðskraut.

IMG_3559

Yndislegt að geta haft partý úti í garði, enda er hann mikið notaður hjá okkur yfir sumartímann.

Afmælisbarnið var ánægð með daginn og þá er markmiðinu náð.

IMG_3806

Gleðilegt sumar….þegar það lætur sjá sig 🙂

IMG_3549.JPG

 Undirskrift Bjargey

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s