
Þegar Ingólfur Birgir varð 5 ára langaði honum að hafa sjóræningjaköku og sjóræningjaafmæli. Það var því ekkert annað í stöðunni en að bretta upp ermar og skella sér í sjóræningjagírinn!
Ég fór á stúfana en fann allt sem ég þurfti í versluninni Allt í Köku. Þar keypti ég glösin og diskana, boxin fyrir poppið, veifurnar og gullpeningana.
Kakan sjálf er bara einföld súkkulaði kaka með heimagerðu súkkulaðikremi. Ég bakaði tvær skúffur og mótaði svo skip úr kökunni. Síðan skreytum við með sælgæti og prentuðum út mynd af hauskúpu til að nota í flöggin. Ég stakk grillpinna í gegnum pappírinn til að halda þeim uppi.
Sjóræningjarnir sjálfir mættu svo í afmælið í múffuformi…
Karamellumúffur með karamellukremi!
Ég fékk þessa flottu hatta og sykuraugu í Allt í köku. Það er óhætt að segja að þeir hafi slegið í gegn hjá stórum sem smáum sjóræningjum í afmælinu.
Það vantaði ekkert upp á fjörið hjá strákunum í afmælinu! Og afmælisdrengurinn var alsæll með daginn sinn.
Á sjóræningjaborðinu var ég líka með Rice Crispies skreyttar með sjóræningjafánum, en þessar súkkulaði hrískökur eru alltaf svo vinsælar!
Fullorðna fólkið fékk líka allskonar gómsætar veitingar, kjúklingasalat, súrdeigsbrauð, osta og döðlupestó, heitan brauðrétt, eplapæ, karamellu marengstertu, rjómabollur og sjóræningjamúffur.
Afmælið heppnaðist alveg einstaklega vel og ég vona að þið getið notað einhverjar hugmyndir héðan ef þið ætlið að halda sjóræningjaafmæli!