Páskaföndur

Nú styttist í páskana og því tilvalið að sýna ykkur skemmtilegt og einfalt páskaföndur sem auðvelt er að leyfa krökkum að spreyta sig á. Mínir krakkar hafa ótrúlega gaman að því að hjálpa og taka þátt hvort sem það er í skreytingum eða matargerð og því leyfi ég þeim oft að vera með enda eru það skemmtilegar gæðastundir (þar til ég þarf að ganga frá….haha en það er alveg þess virði).

IMG_6571

Við máluðum þessi frauðplast egg í fyrra, keypti þau í A4 og svona fallega pastelmálningu. Þetta fannst þeim mjög skemmtilegt 🙂

IMG_6579

Eftir málun settum við svona fallegar límperlur á eggin, fékk þær líka í A4.

IMG_6590

Krakkarnir skreyttu svo greinar sem ég klippti úr garðinum okkar, mér finnst það alltaf tilheyra að hafa skreyttar greinar inni á páskunum, set smá vatn í vasann og þá laufgast þær eftir nokkra daga og það er eins og vorið sé komið!

IMG_6667

Síðan notuðum við fallega skreyttu eggin þeirra og settum á bakka, bættum við kertum og settum lítil egg í fallega skál og útkoman varð þessi fallegi páskabakki sem fékk að prýða borðstofuborðið.

IMG_6665

IMG_6666

Og að lokum mynd af fallega skreyttu greinunum, krökkunum fannst þetta meira spennandi en að skreyta jólatréð! Voru mikið að spá í hvaða fuglar ættu hvaða grein og hvaða egg myndu passa hvar.

IMG_6646

Hlakka til að sýna ykkur hvað ég geri fyrir páskana í ár, er að minnsta kosti búin að ákveða borðskreytingu og fleira skemmtilegt!

 

Leave a Reply

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s